FKA Fulltrúar fyrirtækja og stofnana sem fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár.
FKA Fulltrúar fyrirtækja og stofnana sem fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár.
Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA), var afhent í vikunni. Alls fengu 38 fyrirtæki, sjö sveitarfélög og átta opinberir aðilar viðurkenninguna í ár.

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA), var afhent í vikunni. Alls fengu 38 fyrirtæki, sjö sveitarfélög og átta opinberir aðilar viðurkenninguna í ár.

Við sama tækifæri var tilkynnt að á árinu hefðu bæst við 37 nýir þátttakendur í hópi þeirra aðila sem taka þátt í Jafnvægisvoginni. Athöfninni var streymt á vef RÚV sl. fimmtudag en FKA stóð jafnframt fyrir ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar.

Þar kynnti Eliza Reid forsetafrú viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar.