Garðabær Ágúst Þór Gylfason er kominn til Stjörnunnar.
Garðabær Ágúst Þór Gylfason er kominn til Stjörnunnar. — Ljósmynd/Grótta
Ágúst Þór Gylfason var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu til næstu tveggja ára en hann tekur við liðinu af Þorvaldi Örlygssyni sem á dögunum tók við starfi rekstarstjóra hjá Garðabæjarfélaginu.

Ágúst Þór Gylfason var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu til næstu tveggja ára en hann tekur við liðinu af Þorvaldi Örlygssyni sem á dögunum tók við starfi rekstarstjóra hjá Garðabæjarfélaginu.

Ágúst, sem er fimmtugur, hefur þjálfað Gróttu undanfarin tvö ár, þar á undan Breiðablik í tvö ár og áður Fjölni í fimm ár. Hann tekur við Stjörnuliði sem endaði í sjöunda sæti í úrvalsdeildinni í ár, tveimur stigum frá fallsæti, en það er lakasti árangur félagsins í ellefu ár.