Efri ár Danir eru farnir að huga að breytingum á eftirlaunaaldri.
Efri ár Danir eru farnir að huga að breytingum á eftirlaunaaldri.
Þvert á móti. Þeir hafa tekið upp skýra stefnu í innflytjendamálum, undir forystu krata, sem getur orðið öðrum fyrirmynd, og nýlega hafa þeir viðrað tillögur til breytinga á eftirlaunaaldri.

Þvert á móti. Þeir hafa tekið upp skýra stefnu í innflytjendamálum, undir forystu krata, sem getur orðið öðrum fyrirmynd, og nýlega hafa þeir viðrað tillögur til breytinga á eftirlaunaaldri.

Vesturlönd eru löngu komin í öngstræti í þeim málum og það er fáum greiði í að hætta að vinna á vissum degi, óháð getu og vilja. Margir kvíða verklokum og vita þá ekki hvað þeir eiga að gera. Það hlaupa ekki allir á fjöll. Hnén þola það ekki og fjöllin varla heldur.

Svo eru þjóðirnar að eldast eins og sagt er og þeim fækkar sem halda atvinnulífinu gangandi. Þetta vita allir en hægt gengur að snúa hjólinu við. Líklega þarf peninga til að starta þessu, eins og alltaf, en hugsanlega gæti það bætt bæði heilsu og hag ef fólk mætti vinna 2-5 árum lengur.

Svo er það sérkapítuli að sum stórfyrirtæki senda fólk heim löngu fyrir venjulegan eftirlaunaaldur. Það er mikil sóun á reyndum mannskap og dæmi eru um léttroskna skrifstofumenn sem þá heldur gerast handlangarar í múrverki en hanga heima fullfrískir.

Sunnlendingur