Dr. Gunni ásamt bandingjum sínum.
Dr. Gunni ásamt bandingjum sínum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Platan Nei, ókei með hljómsveitinni Dr. Gunna er komin út á Spotify.

Nei, ókei er 12 laga LP-plata, sú fyrsta með hljómsveitinni Dr. Gunna síðan prjál-útgáfan Í sjoppu kom út 2015, og fyrsta alvöruplatan síðan Stóri hvellur kom út 2003. Platan er komin út á Spotify en kemur einnig út á Vínyl í nóvember. Auk Gunnars Hjálmarssonar skipa Guðmundur Birgir Halldórsson, Grímur Atlason og Kristján Freyr Halldórsson sveitina.

Hljómsveitin mun koma fram á útgáfutónleikum þann 21. október á Húrra þar sem platan verður leikin í heild sinni ásamt eldri lögum. Jón Gnarr & Hamfarabandið sér um að hita mannskapinn upp ásamt Elizu Newman. Miðasala er á tix.is. Dr. Gunni kemur einnig fram á Eyrarrokki á Akureyri þann 22. október.

Á Nei, ókei er að finna lög á borð við Aumingi með Bónuspoka, Mér finnst ég ætti að gráta meira og Fuglahræðan í Hvassaleiti. Meðal gestasöngvara er Eiríkur Hauksson.