Kaffihúsið Mokka var opnað árið 1958 og hefur glettilega lítið breyst síðan.
Kaffihúsið Mokka var opnað árið 1958 og hefur glettilega lítið breyst síðan. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Hlaðvarpinn í Morgunblaðinu spurði áleitinnar spurningar á þessum degi árið 1981: Er Mokka listamannakaffi? Nokkrir listamenn urðu fyrir svörum, þeirra á meðal Thor Vilhjálmsson rithöfundur.

Hlaðvarpinn í Morgunblaðinu spurði áleitinnar spurningar á þessum degi árið 1981: Er Mokka listamannakaffi? Nokkrir listamenn urðu fyrir svörum, þeirra á meðal Thor Vilhjálmsson rithöfundur.

„Ég er eiginlega ekki nógu staðfastur gestur þarna til að geta sagt af eða á um það,“ svaraði hann. „Það kemur líka til álita hverja ég kalla listamenn. Þetta er vingjarnlegur staður, og geðgóður gestgjafinn og hans fólk enda menntaður í bel cantó á Ítalíu áður en hjaðningavígin spilltu því landi.“

Atli Heimir Sveinsson tónskáld svaraði því til að Mokka væri listamannakaffi öðrum þræði – „eða manni virðist að listamenn hafi frekar leitað þangað en á aðrar kaffistofur, síðan það var stofnað.“

Hringur Jóhannesson myndlistarmaður sagði Mokka þann stað sem langhelst stæði undir því hér í bæ að vera listamannakaffi. „Ástæðurnar fyrir því að ég kem þangað eru hæfilega stórt, notalegt umhverfi, gott kaffi, gott súkkulaði og góðir kunningjar, sem margir hverjir flokkast sjálfsagt undir það sem felst í spurningunni.“