Málað Verk eftir Kristínu Morthens.
Málað Verk eftir Kristínu Morthens.
Endurheimt(a)/Reclaim(ing) nefnist fyrsta sýning listahópsins Félag málandi kvenna (Association of Female Painters) sem opnuð er í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 13-15.
Endurheimt(a)/Reclaim(ing) nefnist fyrsta sýning listahópsins Félag málandi kvenna (Association of Female Painters) sem opnuð er í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 13-15. „Félag málandi kvenna var stofnað árið 2019 af listakonum sem flestar hlutu menntun í Listaháskóla Íslands og hafa málverkið sem sinn helsta miðil. Eitt af markmiðum hópsins er að finna styrk í samstöðunni og auka sýnileika málandi kvenna af sinni kynslóð. Félag málandi kvenna vill að konur, sem vinna með þann hornstein myndlistar sem málverkið er, fái meira pláss í myndlistarlífinu hérlendis og aukna athygli virtra sölugallería,“ segir í tilkynningu.

Þær sem eiga verk á sýningunni eru Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir, Andrea Aldan Hauksdóttir, Ásgerður Arnardóttir, Brynhildur Þórðardóttir, Dýrfinna Benita Basalan- Garðarsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Íris María Leifsdóttir, Kristín Morthens, Mellí-Melkorka Þorkelsdóttir, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Sif Stefánsdóttir, Saga Sig, Sara Björk Hauksdóttir, Sunneva Ása Weisshappel og Vera Hilmars. Sýningarstjórar eru Katerína Spathí og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir. Sýningin stendur til 12. nóvember. Aðgangur er ókeypis.