Örn Arnarson
Örn Arnarson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, Örn Arnarson, telur að fjölmiðlar mættu rýna betur í það sem frá sóttvarnalækni kemur og einnig það sem hann vitnar til. Vísar hann í nýlegt bréf sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem segir: „Mismunandi er hvort tilslakanirnar hafa leitt til aukinnar útbreiðslu en bæði sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) spá aukinni útbreiðslu nú í byrjun vetrar og hafa hvatt þjóðir til að viðhafa áfram nauðsynlegar sóttvarnir þ. á m. fjöldatakmarkanir, nándarreglu og notkunar andlitsgrímu við skilgreinda atburði.“

Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, Örn Arnarson, telur að fjölmiðlar mættu rýna betur í það sem frá sóttvarnalækni kemur og einnig það sem hann vitnar til. Vísar hann í nýlegt bréf sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem segir: „Mismunandi er hvort tilslakanirnar hafa leitt til aukinnar útbreiðslu en bæði sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) spá aukinni útbreiðslu nú í byrjun vetrar og hafa hvatt þjóðir til að viðhafa áfram nauðsynlegar sóttvarnir þ. á m. fjöldatakmarkanir, nándarreglu og notkunar andlitsgrímu við skilgreinda atburði.“

Rýnirinn segir þetta ekki nákvæmlega eftir haft, þar sem í stöðumatsskýrslu sóttvarnastofnunar ESB segi: „Þau aðildarríki ESB og EES sem hafa ekki bólusett tilhlýðilegan fjölda íbúa eiga á hættu að smitum vegna Covid muni fjölga verulega samhliða fjölgun innlagna á sjúkrahús og dauðsfalla fram til loka nóvembermánaðar ef slakað er á almennum sóttvarnaaðgerðum á næstu vikum.“

Og hann bætir við að sérstaklega sé tekið fram í skýrslunni að „Ísland er eitt þeirra þriggja Evrópulanda þar sem bólusetningarhlutfall þjóðarinnar er komið yfir 75%. Sérfræðingar sóttvarnastofnunar ESB meta eðli málsins samkvæmt stöðuna í þeim ríkjum þar sem mikill árangur hefur náðst í bólusetningum með öðrum hætti. Í skýrslunni segir að í þeim ríkjum sé minni hætta á að veruleg aukning verði á smitum með þeim afleiðingum að innlögnum á sjúkrahús og dauðsföllum fjölgi.“