Markaskorari Unnur Ómarsdóttir átti stórleik og skoraði átta mörk í gær.
Markaskorari Unnur Ómarsdóttir átti stórleik og skoraði átta mörk í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kvennalið KA/Þórs í handknattleik vann frækinn fjögurra marka sigur, 26:22, gegn Istogu frá Kósóvó í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópubikarsins í gær. Um var að ræða fyrsta Evrópuleik norðankvenna í sögu félagsins.

Kvennalið KA/Þórs í handknattleik vann frækinn fjögurra marka sigur, 26:22, gegn Istogu frá Kósóvó í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópubikarsins í gær. Um var að ræða fyrsta Evrópuleik norðankvenna í sögu félagsins.

Leikið var í Istog í Kósóvó og standa norðankonur vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fer fram strax í dag, einnig þar í borg. Leikurinn í gær var skráður sem heimaleikur Istogu og á KA/Þór því skráðan heimaleik í dag.

Leikurinn í gær var hnífjafn lengst af. Eftir að Istogu byrjaði betur og komst í 1:4 tóku norðankonur við sér og komust 5:4 yfir. Eftir það skiptust liðin á að ná naumri forystu en eftir að Istogu komst í 21:22 seint í leiknum sigldi KA/Þór fram úr með frábærum lokakafla þar sem liðið skoraði síðustu fimm mörk leiksins.

Unnur Ómarsdóttir var markahæst norðankvenna með átta mörk. Þar á eftir kom Aldís Ásta Heimisdóttir með fimm mörk.