Geir Sigurðsson
Geir Sigurðsson
Skáldið, taóið og dulspekin er yfirskrift málþings sem haldið verður í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar í dag, laugardag, milli kl. 10 og 15.
Skáldið, taóið og dulspekin er yfirskrift málþings sem haldið verður í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar í dag, laugardag, milli kl. 10 og 15. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að í ár eru 100 ár liðin frá útgáfu fyrstu íslensku útleggingarinnar á Bókinni um veginn. „Síðan hefur ritið verið þýtt fjórum sinnum til viðbótar, þar af einu sinni úr frummálinu, en þessi fyrsta endursögn eftir bræðurna Jakob J. Smára og Yngva Jóhannesson hefur þó ávallt notið mestrar hylli, líklega einkum og sér í lagi eftir að Halldór Kiljan Laxness skrifaði formála að 2. útgáfu hennar sem út kom fyrir 50 árum eða árið 1971.“ Á málþinginu verður fjallað um tengsl verka Halldórs og daoismans (einnig ritað taóismans) sem og dulspeki í víðari skilningi. Erindi á málþinginu flytja Jóhann Páll Árnason, Pétur Pétursson, Bergljót S. Kristjánsdóttir, Halldór Xinyu Zhang, Geir Sigurðsson, Kristín Nanna Einarsdóttir, Halldór Guðmundsson og Benedikt Hjartarson. Allar nánari upplýsingar um erindin og málþingið má finna á vefnum vigdis.hi.is/.