Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2.386) er á meðal skemmtilegustu skákmanna landsins. Á góðum degi getur hann teflt eins og sterkur stórmeistari eigi í hlut. Hins vegar á slæmum degi getur hann gert sig sekan um slæm klaufamistök.
Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2.386) er á meðal skemmtilegustu skákmanna landsins. Á góðum degi getur hann teflt eins og sterkur stórmeistari eigi í hlut. Hins vegar á slæmum degi getur hann gert sig sekan um slæm klaufamistök. Kosturinn við Húninn, eins og hann er oft kallaður á meðal skákmanna, er að hann er nánast alltaf léttur í lundu, hvort sem hann á góðan eða slæman dag við skákborðið. Næstu daga verða stöðumyndir sýndar frá skákum Björns sem komu upp í fyrri hluta úrvalsdeildar Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Egilshöll í Grafarvogi. Í þessari stöðu hafði hann hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Björgvini Jónssyni (2.337) . 61. Kf2! Rxh3+ 62. Kg3 Rg1 63. He4! og svartur gafst upp enda riddarinn að falla í valinn. Íslendingar að tafli á erlendri grundu, sjá skak.is.