Greta Thunberg
Greta Thunberg
Þegar Greta litla var um fermingu töldu leiðtogar heims sig slá sér upp með löngum fundum með henni um ógnir ofhitunar. En nú segir svo í nýjustu fréttum:

Þegar Greta litla var um fermingu töldu leiðtogar heims sig slá sér upp með löngum fundum með henni um ógnir ofhitunar. En nú segir svo í nýjustu fréttum:

Aðgerðarsinninn Greta Thunberg segir að stjórnmálamenn á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, séu aðeins að þykjast taka framtíð jarðarinnar alvarlega.

Þetta sagði Thunberg á einum gríðarmargra útifunda í Glasgow í Skotlandi, þar sem ráðstefnan fer fram.

Thunberg sagði við félaga sína úr samtökunum Fridays for future að róttækar breytingar í loftslagsmálum myndu ekki koma frá stjórnmálamönnum á ráðstefnunni heldur einstaklingum sem taka af skarið.

Þessi ráðstefna er, enn sem komið er, eins og aðrar fyrri ráðstefnur, sem hafa ekki fært okkur neinar breytingar,“ sagði Thunberg og bætti við:

Á ráðstefnunni eru bara stjórn-málamenn og leiðtogar, sem þykjast taka framtíð okkar alvarlega, þykjast taka veruleika fólks, sem glímir nú þegar við áhrif loftslagsbreytinga, alvarlega.“

Við erum orðin langþreytt á þessu og við ætlum að gera breytingar hvort sem þeim líkar það betur eða verr,“ sagði Thunberg svo og sendi skýr skilaboð til þjóðaleiðtoga á ráðstefnu SÞ.