Verkalýðsfélög Af fundi SGS.
Verkalýðsfélög Af fundi SGS. — Morgunblaðið/Eggert
Hluti verkalýðshreyfingarinnar fundaði í gær á vettvangi Starfsgreinasambandsins í skugga mikilla væringa innan Eflingar, næststærsta verkalýðsfélags landsins.

Hluti verkalýðshreyfingarinnar fundaði í gær á vettvangi Starfsgreinasambandsins í skugga mikilla væringa innan Eflingar, næststærsta verkalýðsfélags landsins.

Fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar sem var rekinn árið 2018 segist finna til með starfsfólki félagins. „Ég get ímyndað mér hvernig er að vinna þar við þessar aðstæður, það er sorg í mínum huga að horfa upp á þetta,“ segir Þráinn Hallgrímsson, en mál Eflingar og afsögn forstjóra og framkvæmdastjóra hafa vakið mikið umtal og ýft upp gömul sár innan félagsins.

Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur segir í samtali við Morgunblaðið að uppsagnirnar séu sérstakar: „Mér þykir ósennilegt að þau tvö sem hættu, Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, hafi sagt sitt síðasta orð.“ 4