Hallveig Rúnarsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir
Sópransöngkonan kunna Hallveig Rúnarsdóttir kemur fram á hádegistónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag, miðvikudag, og hefjast þeir kl. 12.15. Með Hallveigu leikur Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari.

Sópransöngkonan kunna Hallveig Rúnarsdóttir kemur fram á hádegistónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag, miðvikudag, og hefjast þeir kl. 12.15. Með Hallveigu leikur Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Í tilkynningu segir að þær stöllur muni flytja flytja fyrir gesti nokkrar aríur, meðal annars eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Giacomo Puccini. Auk þess munu þær flytja nokkur vel valin íslensk lög.

Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Tónlistarnæring sem boðið er upp á einn miðvikudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann í sal Tónlistarskólans að Kirkjulundi 11. Aðgangur að tónleikunum er alltaf ókeypis og þó að grímuskylda hafi verið afnumin og enn ríkari ástæða til að njóta, eru gestir í tilkynningunni hvattir til að huga að persónubundnum sóttvörnum.