Tvær píanósónötur Beethovens verða fluttar í Salnum í Kópavogi í kvöld á tónleikum sem hefjast kl. 19.30. Viðburðurinn er í tónleikaröðinni „Beethoven í 250 ár“ en þar flytur hópur píanóleikara ólíkar sónötur tónskáldsins.
Tvær píanósónötur Beethovens verða fluttar í Salnum í Kópavogi í kvöld á tónleikum sem hefjast kl. 19.30. Viðburðurinn er í tónleikaröðinni „Beethoven í 250 ár“ en þar flytur hópur píanóleikara ólíkar sónötur tónskáldsins. Í kvöld flytur Eva Þyri Hilmarsdóttir píanósónötu nr. 23 í f-moll, opus 57 (Appassionata) og Helgi Heiðar Stefánsson píanósónötu nr. 22 í F-dúr, opus 54. Þá mun Arnar Jónsson leikari lesa valda kafla úr bókinni „Beethoven – í bréfum og brotum“ sem Árni Kristjánsson tók á sínum tíma saman.