Talibanar á verði eftir árásina í gær.
Talibanar á verði eftir árásina í gær. — AFP
Tuttugu létu lífið og minnst 50 eru í sárum eftir skot- og sprengjuárás á Sardar Daud Khan-hersjúkrahúsið í afgönsku höfuðborginni Kabúl í gær.

Tuttugu létu lífið og minnst 50 eru í sárum eftir skot- og sprengjuárás á Sardar Daud Khan-hersjúkrahúsið í afgönsku höfuðborginni Kabúl í gær. Árásarmennirnir sprengdu fyrst tvær öflugar sprengjur fyrir utan bygginguna en réðust því næst til inngöngu gráir fyrir járnum og skutu á allt sem fyrir varð.

Vitni sagði EVN-sjónvarpsstöðinni að önnur sprengingin hefði verið sjálfsmorðssprengjuárás. „Sem afganskur borgari er ég hundleiður á þessu stríði, sjálfsmorðum og sprengingum. Hve lengi þurfum við að þreyja þorrann?“ spurði vitnið.

Enginn hefur enn sem komið er lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér.