Einvígi Pétur Theódór í baráttunni við Ásgeir Eyþórsson síðasta sumar.
Einvígi Pétur Theódór í baráttunni við Ásgeir Eyþórsson síðasta sumar. — Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrnumaðurinn Pétur Theódór Árnason er að öllum líkindum með slitið krossband. Þetta staðfesti hann í samtali við fótbolta.net í gær.
Knattspyrnumaðurinn Pétur Theódór Árnason er að öllum líkindum með slitið krossband. Þetta staðfesti hann í samtali við fótbolta.net í gær. Pétur gekk til liðs við Breiðablik frá Gróttu eftir síðasta tímabil en hann meiddist á æfingu Kópavogsliðsins í fyrradag. „Ég hef slitið krossband tvisvar áður, síðast fyrir sjö árum. Þetta hljómaði mjög kunnuglega,“ sagði Pétur í samtali við fótbolta.net. Pétur var markahæsti leikmaður 1. deildarinnar í sumar með 19 mörk en hann á að baki 18 leiki í efstu deild.