Afrugl. S-Allir Norður &spade;KG9 &heart;KD106 ⋄D103 &klubs;952 Vestur Austur &spade;762 &spade;54 &heart;G94 &heart;Á853 ⋄G754 ⋄9862 &klubs;Á103 &klubs;KG7 Suður &spade;ÁDG103 &heart;72 ⋄ÁK &klubs;D864 Suður spilar 4&spade;.

Afrugl. S-Allir

Norður
KG9
KD106
D103
952

Vestur Austur
762 54
G94 Á853
G754 9862
Á103 KG7

Suður
ÁDG103
72
ÁK
D864

Suður spilar 4.

Stundum vill maður gefa andstæðingunum rétta mynd af skiptingunni – ekki rugla boðskiptin, heldur afrugla. „De-camouflage“ er orðið sem Krzysztof Martens notar um slíka spilamennsku. Suður opnar á 1 og endar sem sagnhafi í 4 án þess að gefa mikið upp um skiptinguna. AV spila vörn af gamla skólanum (hátt-lágt er jöfn tala) og vestur trompar út.

Eini ekta vinningsmöguleikinn er að treysta á ÁK í austur, en Martens gefur lítið fyrir svoleiðis óskhyggju. Bókin hans heitir jú PRACTICAL Aspects of Declarer Play. Martens vill frekar reyna að stela hjartaslag með því að spila 2 strax að blindum. Þegar vestur sýnir þrílit með fjarkanum er austur vís með að dúkka, sæll í þeirri vissu að makker hans sé með þrílit og sagnhafi þá tvílit. Ef suður spilar hins vegar 7 er fjarki vesturs tvíræður frá bæjardyrum austurs – gæti allt eins verið frá G942.