— Ljósmynd/Annie Spratt, Unsplash.
Ég veit að í lok október var gefið frí í skólum á höfuðborgarsvæðinu svo foreldrar gætu farið með börnin til einhverra þeirra landa þar sem Covid er algengara en hér.

Ég veit að í lok október var gefið frí í skólum á höfuðborgarsvæðinu svo foreldrar gætu farið með börnin til einhverra þeirra landa þar sem Covid er algengara en hér. Hitt vissi ég ekki að sveitarfélögin hefðu með samstilltum hætti gefið barnaverndarnefndum sínum frí nú í lok mánaðarins. Hvernig á annars að skýra að enginn virðist ætla að segja orð til varnar þeim börnum sem um síðustu daga máttu horfa upp á vandlega útbúnar hryllingsmyndir sem látnar voru bera sem óhugnanlegastan svip; beinagrindur, afhoggnir útlimir og einhvers konar uppvakningar var það sem fólk skyldi fá myndir af í hugann og hver þóttist bestur sem gat verið skelfilegastur. Ríkissjónvarpið flutti svo geðslegheitin heim í stofu í miðjum fréttatíma. Halda menn virkilega að þetta hafi engin áhrif á ungar sálir? Hvar voru allir þeir sem aðra daga ársins þykjast vera að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum? Voru þeir kannski að safna kröftum fyrir næstu baráttu gegn litlu jólunum?

Hrekktur borgari.