Þjóðkirkjan Biðja á fyrirgefningar, gera upp og læra af sögunni.
Þjóðkirkjan Biðja á fyrirgefningar, gera upp og læra af sögunni.
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Áætlað er að tólf frásögnum um misrétti gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar verði miðlað á næsta ári. Þetta sagði Agnes M.

Guðmundur Magnússon

gudmundur@mbl.is

Áætlað er að tólf frásögnum um misrétti gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar verði miðlað á næsta ári. Þetta sagði Agnes M. Sigurðardóttir biskup á kirkjuþingi í svari við fyrirspurn um stöðu verkefnisins „Ein saga – eitt skref“ sem unnið hefur verið í samstarfi þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78.

Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi biskups og forystumanna Samtakanna '78 í ágúst í fyrra. Kom fram að tilgangur þess væri að biðjast fyrirgefningar, gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar. Fyrsta skrefið væri að safna persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu þjóðkirkjunnar við réttindi hinsegin fólks í áranna rás. Var í framhaldinu sett upp sérstök vefsíða í þessu skyni.

Til vitnisburðar og lærdóms

Biskup sagði í grein sem hún birti í Morgunblaðinu í ágúst í fyrra að sögurnar yrðu gerðar opinberar vorið 2021. Þær yrðu „hengdar upp í kirkjum landsins, til vitnisburðar og lærdóms“.

Í svari við fyrirspurninni á kirkjuþingi sagði biskup: „Vinnan stendur enn yfir og miðar verkefninu vel áfram. Áætlað er að miðla sögunum á nýju ári. Söfnun er á lokametrum en gert er ráð fyrir að sögurnar verði um 12 talsins.“