Meiddur Haukur var nýkominn af stað eftir krossbandsslit í fyrra.
Meiddur Haukur var nýkominn af stað eftir krossbandsslit í fyrra. — Ljósmynd/Einar Ragnar Har.
Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson, leikmaður pólska liðsins Kielce og íslenska landsliðsins, er meiddur á ökkla og getur því ekki æft með landsliðinu sem er við æfingar hér á landi um þessar mundir.
Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson, leikmaður pólska liðsins Kielce og íslenska landsliðsins, er meiddur á ökkla og getur því ekki æft með landsliðinu sem er við æfingar hér á landi um þessar mundir. Haukur sneri sig á ökkla og tognaði í leik Kielce gegn Porto í Meistaradeild Evrópu fyrir rúmum tveimur vikum. Í samtali við Handbolta.is í gær sagðist hann hafa reynt að taka þátt á æfingu landsliðsins í fyrradag en að þá hafi fljótlega komið í ljós að hann þurfi lengri tíma til þess að jafna sig.