Úr 5G-auglýsingu fyrirtækisins.
Úr 5G-auglýsingu fyrirtækisins.
Ekki eru allir viðskiptavinir norska fjarskiptafyrirtækisins Telia á eitt sáttir eftir að þeim barst bréf í vikunni þar sem tilkynnt var um 30 króna (462 ISK) hækkun allra netáskriftarleiða án þess að þar kæmi aukinn nethraði eða önnur gæði á móti.
Ekki eru allir viðskiptavinir norska fjarskiptafyrirtækisins Telia á eitt sáttir eftir að þeim barst bréf í vikunni þar sem tilkynnt var um 30 króna (462 ISK) hækkun allra netáskriftarleiða án þess að þar kæmi aukinn nethraði eða önnur gæði á móti. Fyrirtækið væri einfaldlega að uppfæra breiðbandsnet sitt, en slíkt væri nauðsynlegt til að mæta stóraukinni netnotkun vegna Covid-heimavinnu og sóttkvíarafþreyingar. Glöggir benda á að sama skýring fylgdi hækkun fyrir ári.