Lítið hefur orðið úr áformum þjóðkirkjunnar um að planta trjám fyrir öll börn skírð hér á landi, vegna dræmra undirtekta prófasta. Þetta kemur fram í svari Agnesar M. Sigurðardóttur biskups við fyrirspurn um málið á kirkjuþingi.

Lítið hefur orðið úr áformum þjóðkirkjunnar um að planta trjám fyrir öll börn skírð hér á landi, vegna dræmra undirtekta prófasta.

Þetta kemur fram í svari Agnesar M. Sigurðardóttur biskups við fyrirspurn um málið á kirkjuþingi. Einna helst hafa plöntur verið gróðursettar í Skálholti, eða um 100 plöntur.

Biskup kynnti verkefnið „Skírnarskógur“ upphaflega í nýárspredikun í Dómkirkjunni í fyrra, þar sem kom fram að gróðursetja ætti tré fyrir hvert barn sem yrði skírt hér á landi. 8