Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 14,5 milljarða kóna á síðasta ári.
Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 14,5 milljarða kóna á síðasta ári.
Bú Norðuráls Helguvíkur ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úr-skurði Héraðsdóms Reykjaness síðastliðinn fimmtudag, en félagið var í eigu Norðuráls. Fyrirtækið átti að sjá um rekstur álvers í Helguvík en ekkert hefur orðið af honum.

Bú Norðuráls Helguvíkur ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úr-skurði Héraðsdóms Reykjaness síðastliðinn fimmtudag, en félagið var í eigu Norðuráls.

Fyrirtækið átti að sjá um rekstur álvers í Helguvík en ekkert hefur orðið af honum. Í fyrra seldi það eignir til Samherja fiskeldis vegna fyrirhugaðrar landeldisstöðvar útgerðarfélagsins.

Í ársreikningi Norðuráls Helgu-víkur ehf. fyrir síðasta ár kom fram að eigið fé var neikvætt um 14,5 milljarða kóna. Þá var tap félagsins í fyrra 837 milljónir og árið þar á undan 864 milljónir.

Í Lögbirtingablaðinu er skorað á þá sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess að lýsa yfir kröfum sínum fyrir skiptastjóra innan tveggja mánaða.