— Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Geislar sólar sem var að hníga til viðar á bak við Reynisdranga í Mýrdal náðu upp á Fagradalsheiði og að bátslaga steininum sem þar fannst fyrr á þessu ári. Steinninn er úr blágrýti og hefur skál verið höggvin í hann. Steinhöggið er talið gamalt.
Geislar sólar sem var að hníga til viðar á bak við Reynisdranga í Mýrdal náðu upp á Fagradalsheiði og að bátslaga steininum sem þar fannst fyrr á þessu ári. Steinninn er úr blágrýti og hefur skál verið höggvin í hann. Steinhöggið er talið gamalt. Tilurð og staðsetning steinskipsins hefur ekki verið skýrð en þeir sem tengt hafa það við veru írskra og skoskra munka á Íslandi, svokallaðra papa, frá eyjunni Jónu í Suðureyjum Skotlands telja að sólargeislarnir frá Reynisdröngum kunni að styðja kenninguna. Fornleifafræðingar hafa rannsakað staðinn og einnig hefur verið leitað upplýsinga frá Skotlandi, án þess að niðurstaða hafi fengist. Fyrirhugað er að ráðast í frekari rannsóknir á svæðinu.