Nærmynd er yfirskrift tónleika Kammersveitar Reykjavíkur sem haldnir verða í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, laugardag, kl. 16.
Nærmynd er yfirskrift tónleika Kammersveitar Reykjavíkur sem haldnir verða í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, laugardag, kl. 16. Eru þeir helgaðir tónskáldinu Huga Guðmundssyni en kammersveitin hefur átt í farsælu samstarfi við hann til nokkurra ára og sóst eftir því að flytja verk hans. Sveitin er þessa dagana að hljóðrita plötu með verkum eftir Huga sem nefnist Windbells og verður gefin út af bandaríska fyrirtækinu Sono Luminus. Á tónleikunum í dag verða flutt sömu verk og verða á plötunni.