Jón Magnússon
Jón Magnússon
Listmálarinn Jón Magnússon opnar í dag, laugardag, sýninguna Sáttmáli himnaríkis í Galleríi Göngum sem er gangur milli Háteigskirkju og safnaðarheimilis kirkjunnar. Opnunin fer fram frá kl. 14 til 16.

Listmálarinn Jón Magnússon opnar í dag, laugardag, sýninguna Sáttmáli himnaríkis í Galleríi Göngum sem er gangur milli Háteigskirkju og safnaðarheimilis kirkjunnar. Opnunin fer fram frá kl. 14 til 16.

Um sýningu sína skrifar Jón að hann hafi strax ákveðið, við úthlutun sýningarrýmisins, að gera sýningu sem væri trúarlegs eðlis en með smá snúningi.

„Þau eru þarna öll, Jesús, María mey, lærisveinarnir og her engla, jafnvel skrattinn, ekki eins og þú ert vön/vanur að sjá þau heldur eins og ég sé þau. Boðskapurinn er sá sami, kærleikurinn ofar öllu,“ skrifar Jón.

Sýningin er tileinkuð stjörnum sem létust fyrir aldur fram.