Kórónuveirupillur
Kórónuveirupillur
Forsvarsmenn bandaríska lyfjarisans Pfizer lýstu því yfir í gær að lyfjaprófanir á nýju veirulyfi, paxlovid, gegn kórónuveirunni hefðu sýnt fram á mikla virkni þess.

Forsvarsmenn bandaríska lyfjarisans Pfizer lýstu því yfir í gær að lyfjaprófanir á nýju veirulyfi, paxlovid, gegn kórónuveirunni hefðu sýnt fram á mikla virkni þess. Lyfið er í pilluformi, sem gæti einfaldað meðferð Covid-19-sjúkdómsins til mikilla muna, en samkvæmt prófununum voru 89% minni líkur á því að sjúklingur sem tók inn lyfið myndi þurfa að leita á sjúkrahús eða deyja af völdum veirunnar. Ætlar Pfizer að sækja um neyðarheimild til bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar FDA fyrir lok þessa mánaðar.

Lyfjafyrirtækið Merck varð fyrst til þess að þróa lyf gegn kórónuveirunni í töfluformi, molnupiravir, en breska lyfjaeftirlitið samþykkti í fyrradag notkun þess í Bretlandi, fyrst allra ríkja.