Verðlaun Sarr er frá Senegal og aðeins 31 árs gamall, yngstur verðlaunahafa í 45 ár.
Verðlaun Sarr er frá Senegal og aðeins 31 árs gamall, yngstur verðlaunahafa í 45 ár. — AFP
Rithöfundurinn Mohamed Mbougar Sarr frá Senegal hreppti Concourt-verðlaunin í ár, elstu og virtustu verðlaun sem höfundar sem skrifa á frönsku geta hlotið.

Rithöfundurinn Mohamed Mbougar Sarr frá Senegal hreppti Concourt-verðlaunin í ár, elstu og virtustu verðlaun sem höfundar sem skrifa á frönsku geta hlotið. Sarr er 31 árs gamall og yngstur til að hljóta verðlaunin í 45 ár, og er hann fyrstu höfunda frá sunnanverðri Afríku til að hreppa þau. Verðlaunasagan nefnist La plus secrète mémoire des hommes (Mesta leyndarmál manna). Hún fjallar um ungan senegalskan rithöfund í París sem finnur skáldsögu frá 1938 og hefur hún mikil áhrif á líf hans.

Verðlaunaféð er aðeins 10 evrur en bækur sem hreppa þau seljast venjulega afar vel í kjölfarið, í allt að 400.000 eintökum.