Hofsjökull Jökullinn liggur nálægt miðju landsins. Hlýindi og sólskin ollu leysingu.
Hofsjökull Jökullinn liggur nálægt miðju landsins. Hlýindi og sólskin ollu leysingu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Neðstu hlutar jökulsins, sporðarnir, hafa lækkað um marga tugi metra og jafnvel upp undir hundrað metra sums staðar,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofunni, um Hofsjökul.

„Neðstu hlutar jökulsins, sporðarnir, hafa lækkað um marga tugi metra og jafnvel upp undir hundrað metra sums staðar,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofunni, um Hofsjökul.

Veruleg leysing var á Hofsjökli í sumar samkvæmt mælingum. Hún var einkar mikil á norðanverðum jöklinum. Ársafkoma jökulsins 2020-2021 er -1,33 m en meðaltal áranna 1991-2020 er -0,92 m. Rýrnun Hofsjökuls á þessu ári var 45% umfram meðaltal síðustu ára. 16