Fjölþjóða hljómsveit Stofnandi ZHdK Strings og listrænn stjórnandi er Rudolf Koelman, fyrrverandi konsertmeistari Concertgebouw og einn af síðustu nemendum Jascha Heifetz.
Fjölþjóða hljómsveit Stofnandi ZHdK Strings og listrænn stjórnandi er Rudolf Koelman, fyrrverandi konsertmeistari Concertgebouw og einn af síðustu nemendum Jascha Heifetz.
Strengjasveitin ZHdK Strings kemur ásamt þremur íslenskum einleikurum fram á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16 undir merkjum Sígildra sunnudaga.

Strengjasveitin ZHdK Strings kemur ásamt þremur íslenskum einleikurum fram á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16 undir merkjum Sígildra sunnudaga. Einleikararnir eru fiðluleikararnir Ísak Ríkharðsson og Sólveig

Steinþórsdóttir og píanóleikarinn Þóra Kristína Gunnarsdóttir, en þau eru öll fyrrverandi nemendur við Tónlistarháskólann í Zürich. Á efnisskránni eru Souvenir d'un lieu cher op. 42 eftir Tsjajkovskíj, Poème op. 25 eftir Ernest Chausson, Konzert-Allegro mit Introduktion op. 134 eftir Robert Schumann og Oktett op. 20 eftir Felix Mendelssohn.

„Strengjasveitin ZHdK Strings er fjölþjóða hljómsveit skipuð nokkrum af bestu nemendum Tónlistarháskólans í Zürich í Sviss. Stofnandi hennar og listrænn stjórnandi er Rudolf Koelman, fyrrverandi konsertmeistari Concertgebouw-hljómsveitarinnar í Amsterdam,“ segir í tilkynningu.