Gummersbach Hákon Daði Styrmisson á æfingu landsliðsins í gær.
Gummersbach Hákon Daði Styrmisson á æfingu landsliðsins í gær. — Morgunblaðið/Unnur Karen
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksfélagið Gummersbach eftir að hafa gengið til liðs við félagið síðastliðið sumar. Nýr samningur hans gildir til sumarsins 2024.
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksfélagið Gummersbach eftir að hafa gengið til liðs við félagið síðastliðið sumar. Nýr samningur hans gildir til sumarsins 2024. Fyrri samningurinn var til tveggja ára, en vegna góðrar frammistöðu Hákonar sagði Guðjón Valur Sigurðsson, aðalþjálfari Gummersbach, það mikilvægt að tryggja sér þjónustu Eyjamannsins enn lengur. Gummersbach er efst í B-deildinni og Hákon hefur skorað 48 mörk í fyrstu níu leikjunum.