Skálholtsdómkirkja Jóns Arasonar, hins fræga biskups, einstakrar sögu hans og mikillar er minnst með ýmsu móti.
Skálholtsdómkirkja Jóns Arasonar, hins fræga biskups, einstakrar sögu hans og mikillar er minnst með ýmsu móti. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Menningardagskrá helguð Jóni biskupi Arasyni verður í Skálholti á morgun, sunnudag, 7. nóvember. Við það tilefni mun dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flytja erindi.

Menningardagskrá helguð Jóni biskupi Arasyni verður í Skálholti á morgun, sunnudag, 7. nóvember. Við það tilefni mun dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flytja erindi. Ásgeir sendi nýverið frá sér bókina Uppreisn Jóns Arasonar og hefur varpað nýju ljósi á samhengið í þessari átakasögu Íslands. Erindi sitt kallar Ásgeir Síðustu dagar Jóns í Skálholti .

Menningardagskráin hefst kl. 16. Skálholtskórinn syngur og organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson leiðir stundina og les úr ljóðmælum herra Jóns Arasonar, sem lét lífið fyrir trú sína og ættjörð í Skálholti 7. nóvember 1550. Eftir dagskrá í kirkju verður gengið eftir nýrri Þorláksleið að minnisvarðanum um Jón Arason með blys til að leggja kertaljós við fótstallinn.

Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði í Skálholtsskóla. – Fyrr um daginn er messa í Skálholtsdómkirkju sem hefst kl. 11.