Only Murders Selena Gomez, Steve Martin og Martin Short í hlutverkum sínum.
Only Murders Selena Gomez, Steve Martin og Martin Short í hlutverkum sínum.
Disney+-streymisveitan hefur fært mér ýmsa gimsteina þann tíma sem ég hef verið áskrifandi, en ég notið fárra jafnmikið og ég naut þáttanna Only Murders in the Building , með þeim Steve Martin, Martin Short og Selenu Gomez í aðalhlutverkum.

Disney+-streymisveitan hefur fært mér ýmsa gimsteina þann tíma sem ég hef verið áskrifandi, en ég notið fárra jafnmikið og ég naut þáttanna Only Murders in the Building , með þeim Steve Martin, Martin Short og Selenu Gomez í aðalhlutverkum.

Þau leika þar þrjár mjög ólíkar manneskjur sem eiga það eitt sameiginlegt að hlusta af mikilli áfergju á vinsælan sakamálahlaðvarpsþátt (sem þó er ekki á skrá hjá fjölmiðlastofu ennþá), þar sem fjallað er um hin ýmsu morðmál.

Þegar einn nágranni þeirra, Tim Kono, finnst látinn við dularfullar aðstæður ákveða þremenningarnir að kanna málið og komast fljótlega að þeirri niðurstöðu að brögð hafi verið í tafli, jafnvel þótt lögreglan segi að Kono hafi orðið sér sjálfum að aldurtila. Ákveða þau þá að búa til sitt eigið hlaðvarp, þar sem þau rekja hvernig þau leysa gátuna miklu.

Einn helsti styrkleiki þáttanna er hversu ótrúlega vel þeir Steve Martin og Martin Short ná saman, jafnvel þótt þeir leiki tvo menn sem virðist vera meinilla hvorum við annan, allavega í fyrstu. Selena Gomez passar svo ótrúlega vel með gömlu „grínbrýnunum“, en karakter hennar lumar sjálf á ýmsum leyndarmálum.

Það gengur á ýmsu í þáttunum, en meðal annars fellur grunur á einn nágranna þeirra, sjálft rokkgoðið Sting! Það væri þá aldrei að það þyrfti að kalla á The Police?

Stefán Gunnar Sveinsson

Höf.: Stefán Gunnar Sveinsson