Nýjar bráðabirgðatölur Hagstofunnar yfir útflutningsverðmæti sjávarafurða sýna að fluttar voru út afurðir fyrir 26,6 milljarða króna í októbermánuði. Er það svipað verðmæti og fékkst fyrir afurðir í október í fyrra.

Nýjar bráðabirgðatölur Hagstofunnar yfir útflutningsverðmæti sjávarafurða sýna að fluttar voru út afurðir fyrir 26,6 milljarða króna í októbermánuði. Er það svipað verðmæti og fékkst fyrir afurðir í október í fyrra. Á föstu gengi er hins vegar um 6% aukningu að ræða.

Útflutningsverðmæti á lýsi tvöfaldast og nemur 2,5 milljörðum. Eins jókst verðmæti á útfluttu fiskimjöli milli ára um 45% og nam það 2 milljörðum á föstu verðlagi. Aukning varð einnig á útflutningsverðmæti á frystum heilum fiski, eða sem nemur 35%. Þá aukningu má þó rekja helst til þess að óvenjulítið var flutt út af frystum heilum fiski í október í fyrra.