40 ára Gísli er Keflvíkingur, fæddur þar og uppalinn. Hann er með BSc.-gráðu í orkuverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc.-gráðu frá Háskólanum í Álaborg. Gísli er orkuverkfræðingur hjá Verkfræðistofu Suðurnesja.
40 ára
Gísli er Keflvíkingur, fæddur þar og uppalinn. Hann er með BSc.-gráðu í orkuverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc.-gráðu frá Háskólanum í Álaborg. Gísli er orkuverkfræðingur hjá Verkfræðistofu Suðurnesja. „Akkúrat núna vinn ég við eftirlit á 20.000 fermetra viðbyggingu í Leifsstöð. Áhugamálin eru fjölskyldan og fótbolti.“
Fjölskylda Sambýliskona Gísla er Stefanía Júlíusdóttir, f. 1989, viðskiptastjóri hjá Isavia. Börn þeirra eru Sindri Snær, f. 2014, Berglind Eva, f. 2018, og strákur, sem fæddist í gær. Foreldrar Gísla eru Lárus Ólafur Lárusson, f. 1947, fv. sjómaður, og Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1947, vann hjá Verkalýðsfélagi Keflavíkur og nágrennis.