Vladimir Pútin
Vladimir Pútin
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Páll Vilhjálmsson vekur athygli á að peðin koma víða að í stórveldaskákunum um þessar mundir:

Páll Vilhjálmsson vekur athygli á að peðin koma víða að í stórveldaskákunum um þessar mundir:

Múslímar frá Írak eru í þúsundavís á landamærum Póllands, Lettlands og Litháen annars vegar og hins vegar Hvíta-Rússlands.

Þeir vilja komast til Vestur-Evrópu í betri lífsgæði.

Pólland kærir sig ekki um múslíma og hefur lent upp á kant við Evrópusambandið, sem vill að Pólverjar og önnur aðildarríki í Austur-Evrópu taki sinn skerf að múslímum. Ágangur múslíma á ESB-ríki í austri eykur klofninginn í Brussel-bandalaginu.

En hvað eru múslímar frá Írak að þvælast í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland á leið sinni til Vestur-Evrópu?

Jú, segir Telegraph, hér er Pútín Rússlandsforseti að verki og bandamaður hans, Alexander Lukashenko í Hvíta-Rússlandi.

ESB seilist til áhrifa í bakgarði Rússa, Úkraínu, og ybbir sig við Hvít-Rússa. Pútín notar á móti múslíma sem mennsk vopn á þandar taugar Brussel-bandalagsins.

Kaldrifjað? Já, en kallast öðru nafni stórveldapólitík.“