Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Hjá okkur er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum. Hann hefur verið lengi og útlit fyrir að svo verði áfram,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

„Hjá okkur er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum. Hann hefur verið lengi og útlit fyrir að svo verði áfram,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Stytting vinnuvikunnar hefur ekki dregið úr skortinum. Hún segir að ef vel eigi að vera þurfi Landspítalinn að fá um 200 hjúkrunarfræðinga til viðbótar við þá sem fyrir eru. Skorturinn veldur því að spítalinn getur ekki fjölgað sjúkrarýmum í miðjum veirufaraldri, sér í lagi á gjörgæslunni.

„Við höfum bent á vöntun á hjúkrunarfræðingum í áratugi,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). „Við náum ekki að mennta nógu marga hjúkrunarfræðinga til að starfa í íslenska heilbrigðiskerfinu né að halda hjúkrunarfræðingum í starfi í heilbrigðiskerfinu. Nú hættir 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur störfum í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift. Einnig fáum við ekki aftur til starfa þá sem hafa hætt.“

Hjúkrunarfræðingar
» Á Landspítala voru 1.340 stöðugildi hjúkrunarfræðinga árið 2020.
» Tæplega 1.600 hjúkrunarfræðingar gegndu þessum stöðum.