Leiðtogar Hanna Birna segir lærdóminn af Íslandi standa upp úr.
Leiðtogar Hanna Birna segir lærdóminn af Íslandi standa upp úr. — Ljósmynd/María Kjartansdóttir
Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Íslendingar treysta konum best til þess að gegna leiðtogastöðum samkvæmt niðurstöðum Reykjavik Index-mælikvarðans.

Karítas Ríkharðsdóttir

karitas@mbl.is

Íslendingar treysta konum best til þess að gegna leiðtogastöðum samkvæmt niðurstöðum Reykjavik Index-mælikvarðans. Mælingin byggir á könnun sem framkvæmd er í öllum G-20 ríkjunum, tuttugu stærstu iðnríkjum heims, Póllandi og nú í fyrsta sinn á Íslandi.

Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar og ræddar í pallborðsumræðum á Heimsþingi kvenleiðtoga sem sett var í Hörpu í gær.

Af hundrað mögulegum stigum mældist Ísland með 92 stig, þar sem hundrað stig myndu þýða að karlar og konur þættu jafnhæf til stjórnunarstarfa á öllum sviðum samfélagsins. Meðalstigafjöldi á meðal G-7-ríkjanna var 73 og 68 á meðal G-20-ríkjanna.

Í rannsóknarskýrslunni frá alþjóðlega rannsóknarfyrirtækinu Kantar segir að Ísland hafi með þessum niðurstöðum fest sig rækilega í sessi sem leiðandi þjóð þegar kemur að jafnrétti kynjanna.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður framkvæmdastjórnar Women Political leaders. Hún segir að meðal stóru fréttanna varðandi heimsþingið sé að núna sé loksins hægt að koma saman. Þetta er fjórða heimsþingið sem hefur alltaf verið haldið hér á landi, í Hörpu, að síðasta ári undanskildu þar sem þingið var eingöngu rafrænt. Í þetta skiptið er þingið hvort tveggja, um tvö hundruð konur alls staðar úr heiminum eru komnar saman í Hörpu ásamt því að um fjögur hundruð taka þátt rafrænt.

„Fyrir utan það að mikill tími og orka fer í að ræða Covid-19 og þá staðreynd að það hefur tekið jafnrétti aftur á bak, þá stendur eftir lærdómurinn frá Íslandi. Það var verulega ánægjulegt að sjá niðurstöður Íslands í Reykjavik Index, sem sýnir að Ísland er mikið framar en önnur ríki þegar kemur að viðhorfi til kvenleiðtoga.