— Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Nú þegar líður að loðnuvertíð verða netagerðarmenn um land allt að fara yfir loðnunætur og flottroll.

Nú þegar líður að loðnuvertíð verða netagerðarmenn um land allt að fara yfir loðnunætur og flottroll. Næturnar skiptast í vetrar- eða grunnnætur, og sumar- eða djúpnætur, og þurfa vetrarnæturnar meiri yfirferð en sumarnæturnar, þar sem þær voru notaðar á síðustu vertíð.

Netagerðarmennirnir Birgir Guðjónsson og Jón Garðar Einarsson hjá Hampiðjunni í Vestmannaeyjum sjást hér sauma saman sumarnót sem flutt var á milli staða í tveimur pörtum, en nótin verður notuð í loðnuveiðar í nóvember. Útsýnið er ekki amalegt, þar sem Heimaklettur vakir yfir þeim.