Öflugur Stórleikur Elvars Más dugði ekki til í gærkvöldi.
Öflugur Stórleikur Elvars Más dugði ekki til í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í naumu 87:90-tapi liðs hans, Antwerp Giants frá Belgíu, gegn gríska liðinu Ionikos í Evrópubikar FIBA í körfuknattleik karla í gærkvöldi.

Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í naumu 87:90-tapi liðs hans, Antwerp Giants frá Belgíu, gegn gríska liðinu Ionikos í Evrópubikar FIBA í körfuknattleik karla í gærkvöldi.

Elvar Már gerði sér lítið fyrir og skoraði 28 stig og var stigahæstur leikmanna Antwerp í leiknum. Hann tók auk þess sex fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Antwerp er á toppi F-riðils keppninnar þrátt fyrir tapið en Sporting frá Portúgal og Ionikos eru skammt undan.