Sýnir Unnur Andrea Einarsdóttir.
Sýnir Unnur Andrea Einarsdóttir.
Einkasýning Unnar Andreu Einarsdóttur, Ontolica , verður opnuð í galleríinu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi á morgun kl. 17 og mun Unnur flytja gjörning við opnunina kl. 17.20 og 18.20.

Einkasýning Unnar Andreu Einarsdóttur, Ontolica , verður opnuð í galleríinu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi á morgun kl. 17 og mun Unnur flytja gjörning við opnunina kl. 17.20 og 18.20. Ontolica er vídeó- og hljóðinnsetning ásamt gjörningi og var verkið upphaflega sýnt í Gallery Blunk í Noregi í fyrra.

„Titill sýningarinnar Ontolica vísar í hugtakið ontoligy sem nefnist á íslensku verufræði sem er grein innan frumspekinnar sem leitast við að rannsaka veruleikann.

Það má líta á verk Unnar Andreu sem tilraunir til að holdgera hið stafræna og með því varpar hún ljósi á efnislega tengingu sem er ómissandi í mannlegum samskiptum. Lífsreynsla okkar verður sífellt óefniskenndari þar sem upplifanir okkar fara í auknum mæli fram í gegnum stafræna miðla og þar með verður félagslegur- og pólitískur veruleiki sífellt afstæðari. Unnur skoðar í verkum sínum hvernig starfæni samtíminn er bæði kaótískur og ófyrirsjáanlegur og getur valdið því að einstaklingar aftengist raunsamfélagi og upplifi félagslega einangrun, en vert er að benda á að verkið var unnið fyrir fyrstu bylgju Covid,“ segir í tilkynningu.

Sýningarstjóri er Hrafnhildur Gissurardóttir.