Málverkið dýra eftir Fridu Kahlo.
Málverkið dýra eftir Fridu Kahlo.
Ein af síðustu sjálfmyndunum sem mexíkóski listamaðurinn Frida Kahlo (1907-1954) málaði var slegin hæstbjóðanda á uppboði Sotheby's fyrir langhæsta verð sem greitt hefur verið fyrir myndverk eftir listamann frá Rómönsku-Ameríku.

Ein af síðustu sjálfmyndunum sem mexíkóski listamaðurinn Frida Kahlo (1907-1954) málaði var slegin hæstbjóðanda á uppboði Sotheby's fyrir langhæsta verð sem greitt hefur verið fyrir myndverk eftir listamann frá Rómönsku-Ameríku. Argentínskur safnari, sem hefur opnað safn utan um verk í sinni eigu, greiddi um 34,9 milljónir dala fyrir málverkið, 4,8 milljarða króna.

Hæsta verð sem áður hafði verið greitt fyrir myndverk frá Rómönsku-Ameríku var 9,7 milljónir dala, um 1,3 milljarðar kr., en það var fyrir verk eftir Diego Rivera sem um áratuga skeið var sambýlismaður Kahlo. Hið dýra málverk hennar, „Diego og ég“, sýnir hana með mynd af Diego á enninu.