Eitt kunnasta tónskáld Breta, Thomas Adès, stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í kvöld. Á efnisskránni er hans eigin píanókonsert, „In Seven Days“, sem staðarlistamaður hljómsveitarinnar, Víkingur Heiðar Ólafsson, flytur.
Eitt kunnasta tónskáld Breta, Thomas Adès, stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í kvöld. Á efnisskránni er hans eigin píanókonsert, „In Seven Days“, sem staðarlistamaður hljómsveitarinnar, Víkingur Heiðar Ólafsson, flytur. Víkingur hefur flutt verkið nokkrum sinnum á tónleikum í Evrópu í haust. Á efnisskránni verður líka annað verk eftir Adès, „Dawn“, og „Rakastava“ og svíta úr „Ofviðrinu“ eftir Jean Sibelius. Framvísa þarf neikvæðu Covid-hraðprófi fyrir tónleikana og því mikilvægt að mæta tímanlega. Eldborg er skipt upp í þrjú sóttvarnahólf og er grímuskylda.