Grínbandið Bergmál undirbýr sig nú fyrir afar einstaka jólatónleika 1. desember næstkomandi, tónleikana Dónajól.

Grínbandið Bergmál undirbýr sig nú fyrir afar einstaka jólatónleika 1. desember næstkomandi, tónleikana Dónajól.

Verða tónleikarnir klukkan átta þetta kvöld á Gauknum og lofa þær Selma Hafsteinsdóttir og Elísa Hildur Þórðardóttir, söngkonur grínbandsins, miklu glensi og gamni en þær tóku lagið í Ísland vaknar á K100 á dögunum.

„Við erum fagmannlegir dónar. Við erum svona dónalegri útgáfa af Baggalút,“ útskýrði Selma kímin í viðtali við morgunþáttinn en þær stöllur mættu hressar í jólapeysum í þáttinn.

Nánar er fjallað um málið á K100.is.