Sókn Blikinn Agla María Albertsdóttir í baráttunni við Kristine Aleksanyan, leikmann Kharkiv, í leik Kharkiv og Breiðabliks í Úkraínu í síðustu viku.
Sókn Blikinn Agla María Albertsdóttir í baráttunni við Kristine Aleksanyan, leikmann Kharkiv, í leik Kharkiv og Breiðabliks í Úkraínu í síðustu viku. — Ljósmynd/UEFA
Allir leikmenn Breiðabliks eru leikfærir og klárir í slaginn þegar liðið tekur á móti Kharkiv í B-riðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í Kópavogi í dag.

Allir leikmenn Breiðabliks eru leikfærir og klárir í slaginn þegar liðið tekur á móti Kharkiv í B-riðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í Kópavogi í dag. Þetta staðfesti Ásmundur Arnarson, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi Blika á Kópavogsvelli í gær.

„Það er góð stemning í hópnum og við höfum átt góða æfingaviku,“ sagði Ásmundur í gær.

Við vorum ekki ánægð með sóknarleikinn okkar í fyrri leiknum og höfum verið að reyna að laga það. Allir okkar leikmenn eru leikfærir og við erum tilbúin í þetta. Við verðum að eiga betri leik en síðast,“ sagði Ásmundur meðal annars en leik liðanna í Úkraínu í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli.

Blikar eru með 1 stig í fjórða og neðsta sæti riðilsins líkt og Kharkiv sem er með betri markatölu.