Einvígi Mikil stemning og stuð var í götudanseinvíginu í Hinu húsinu.
Einvígi Mikil stemning og stuð var í götudanseinvíginu í Hinu húsinu. — Ljósmynd/Árni Rúnarsson
„Þetta var frábær dagur þar sem um 30 manns kepptu um þrjá titla. Mikill spenningur og gleði einkenndi viðburðinn,“ segir Brynja Pétursdóttir danskennari, en skóli hennar, Dans Brynju Péturs, efndi nýverið til götudanseinvígis (e.

„Þetta var frábær dagur þar sem um 30 manns kepptu um þrjá titla. Mikill spenningur og gleði einkenndi viðburðinn,“ segir Brynja Pétursdóttir danskennari, en skóli hennar, Dans Brynju Péturs, efndi nýverið til götudanseinvígis (e. street dance) í Hinu húsinu í Elliðaárdal.

„Það eru tvö ár síðan við gátum haldið einvígið síðast og þetta var mjög nærandi fyrir danssamfélagið, að koma svona saman skiptir okkur miklu máli. Þarna voru einhverjir bestu street-dansarar landsins samankomnir,“ bætir Brynja við.

Skífuþeytirinn DJ Stew sá um danstónlistina en hann kom hingað til lands frá Noregi, einhver besti DJ í Evrópu á sínu sviði.

Sigurvegarar í tvíliðaflokki, blandaðri aðferð, voru Ola Nina Getka og Vanessa Dalia Blaga Rúnarsdóttir. Ola Nina sigraði einnig í einliðaflokki framhaldsnemenda, blandaðri aðferð. Í einliðaflokki byrjenda sigraði Elena Bilic.

Dómarar voru Sandra Sano Erlingsdóttir, Anais Barthe og Anastasiya Plugari.