Kia EV6 Fjallað var um bílinn í bílablaðinu þriðjudaginn 16. nóvember.
Kia EV6 Fjallað var um bílinn í bílablaðinu þriðjudaginn 16. nóvember. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílaumboðið Askja stendur opið til miðnættis í dag, þar sem kynntir verða tveir 100% rafbílar sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Um er að ræða EV6 frá framleiðandanum Kia og EQS frá Mercedes-Benz.

Bílaumboðið Askja stendur opið til miðnættis í dag, þar sem kynntir verða tveir 100% rafbílar sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Um er að ræða EV6 frá framleiðandanum Kia og EQS frá Mercedes-Benz.

Kia EV6 er aflmikill rafbíll sem dregur allt að 528 km samkvæmt WLTP-staðli, en hægt er að velja um 170 til 325 hestafla rafmótora og fæst bíllinn bæði aftur- og fjórhjóladrifinn.

Stærri rafhlaða EQS-bílsins skilar yfir 700 kílómetra drægi samkvæmt WLTP-staðlinum, en ef valin er minni rafhlaðan þá dregur bíllinn 640 kílómetra.