Fyrirliði Lionel Messi verður í eldlínunni á HM í Katar á næsta ári.
Fyrirliði Lionel Messi verður í eldlínunni á HM í Katar á næsta ári. — AFP
Argentína hefur tryggt sér þátttökurétt á HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Brasilíu í Suður-Ameríkuriðli undankeppninnar í San Juan í Argentínu aðfaranótt þriðjudags.
Argentína hefur tryggt sér þátttökurétt á HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Brasilíu í Suður-Ameríkuriðli undankeppninnar í San Juan í Argentínu aðfaranótt þriðjudags. Brasilía hafði fyrir leik gærdagsins tryggt sér sæti á HM en liðið er í efsta sæti Suður-Ameríkuriðilsins með 35 stig eftir þrettán leiki. Argentína er með 29 stig í öðru sætinu eftir þrettán leiki og Ekvador, sem vann 2:0-sigur gegn Síle í Santiago, er í þriðja sætinu með 23 stig.