Tandurhrein Bílrúðan verður tandurhrein á augabragði.
Tandurhrein Bílrúðan verður tandurhrein á augabragði.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á morgun hefjast sérlegir afsláttardagar í Rafveri sem kallast Gulur föstudagur en þar býðst neytendum að kaupa vörur á góðum afslætti.

Guli föstudagurinn er að einhverju leti tengdur frænda sínum Svarta föstudeginum, en að sögn Einars Ágústssonar, markaðsstjóra Rafvers, var hugmyndin sú að búa til afsláttardag sem bæri ekki upp á sama dag og almennt tíðkast til að fjölga slíkum dögum og þá auðvelda neytendum að versla.

Rafver er umboðsaðili Karcher hér á landi en vörurnar eru alla jafna skærgular á litinn og því var tekin ákvörðun um að kalla tilboðsdaginn Gulan föstudag. Þá verður allt yfirfullt af spennandi tilboðum og sjálfsagt margir sem bíða því verslunin státar af vörum sem fáir aðrir bjóða upp á – ef þá einhverjir.

Fremst í flokki er þar sjálfsagt gólfhreinsivélin glæsilega sem umsjónarmenn Matarvefsins eru ægihrifnir af. Vél sem ryksugar og skúrar í senn, tekur lítið pláss, er snúrulaus og eins praktísk og hugsast getur. „Sjálfur er ég mjög hrifinn af vélinni og eiginlega hættur að ryksuga,“ segir Einar en nýlega kom á markað ný uppfærsla af vélinni. „Það er búið að efla hana svakalega. Með gömlu vélinni þurfti eiginlega að ryksuga fyrst en þess þarf ekki lengur. Vélin er þráðlaus, hleðslan endist í 45 mínútur og hún tekur upp stærri hluti.

Einar segir gólfþvottavélarnar vera afar vinsælar og þá ekki síst inni á venjulegum heimilum en jafnframt er hægt að fá öflugar gólfþvottavélar fyrir stærri fleti, sem henta fyrirtækjum þá vel.

Rafver er, eins og áður segir, umboðsaðili fyrir Karcher og hefur verið í fjörutíu ár. Vörur fyrirtækisins þykja almennt afar vandaðar og hugvitsamlegar en þar á meðal má nefna snilldargluggaþvottagræju sem ætti að vera til á hverju heimili og rafdrifna frostsköfu til að skafa bílinn á morgnana.

Ljóst er að margir munu nýta sér tilboðin enda munar um minna. Verslunin er í Skeifunni og segir Einar að nýbúið sé að taka hana í gegn og breyta henni. Það muni miklu enda sé nú loksins hægt að sýna alla vörulínu fyrirtækisins.