Eva Kristin Hansen
Eva Kristin Hansen
Eva Kristin Hansen, forseti norska Stórþingsins, lýsti því yfir í gær að hún ætlaði ekki að segja af sér, þrátt fyrir að spurningar hafi vaknað um húsnæðismál hennar.

Eva Kristin Hansen, forseti norska Stórþingsins, lýsti því yfir í gær að hún ætlaði ekki að segja af sér, þrátt fyrir að spurningar hafi vaknað um húsnæðismál hennar. Hansen hefur búið í bænum Ski í Nordre Follo frá árinu 2014, en lýsti því yfir við þingið að hún hefði búið á heimavist í Þrándheimi á árunum 2014-2017 og leigt þar herbergi í íbúð Tronds Giske, þáverandi leiðtoga norska Verkamannaflokksins. Vegna fjarlægðar Þrándheims frá Ósló fékk Hansen húsnæðisstyrk frá Stórþinginu.

„Ég er ekki glæpamaður, ég ætlaði ekki að gera neitt rangt,“ sagði Hansen í gær. Þá hefði hún verið kjörin forseti þingsins og hún hefði engin áform um annað. Stjórnarandstaðan hefur krafist rannsóknar á málinu.